Kveikt í þriðju sólbaðsstofunni í Danmörku

Kveikt var í þriðju sólbaðsstof­unni á sól­ar­hring í Dan­mörku í dag, í þetta skiptið á í bæn­um Ste­ge á eynni Møn. Lög­regla tel­ur þó að brun­inn á eynni teng­ist ekki á nokk­urn hátt brun­un­um tveim­ur í Kaup­manna­höfn, held­ur ung­um góðkunn­ingj­um lög­regl­unn­ar í bæn­um.

Brun­inn upp­götvaðist skömmu fyr­ir klukk­an hálft tvö að dönsk­um tíma af konu sem vinn­ur á staðnum. Ung­menn­in höfðu kveikt í rusli á sólbaðsstof­unni og notuðu m.a. spritt­klúta sem notaðir eru til að þrífa ljósa­bekki.

Tvær sólbaðsstof­ur hafa brunnið til kaldra kola í Kaup­manna­höfn síðasta sól­ar­hring­inn og leik­ur grun­ur á því að þau mál teng­ist.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka