Bandaríkin segjast ætla að fara fram á það við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að árásirnar sem gerðar voru á sendiráð í Belgrad, höfuðborg Serbíu, verði fordæmdar með afdráttarlausum hætti.
Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, segir árásina á sendiráð Bandaríkjanna, þegar grímuklæddir menn kveiktu í húsnæðinu, vera svívirðilega.
Mótmælendur, sem komu saman í Belgrad til að mótmæla stuðningi Bandaríkjanna við sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo, réðust einnig á króatíska sendiráðið. Þá réðust fámennir hópar á lögreglustöðvar sem eru fyrir fram sendiráð Tyrklands og Bretlands í borginni. Lögreglumenn náðu hins vegar að hrekja skemmdarvargana á brott.