Uppreisnarmenn slitu friðarviðræðum

Stjórnarhermaður stendur vaktina í Úganda.
Stjórnarhermaður stendur vaktina í Úganda. Reuters

Samningamenn uppreisnarhreyfingarinnar Uppreisnarmenn drottins hafa slitið friðarviðræðum sem þeir áttu með stjórnvöldum í Úganda í Suður-Súdan.

Viðræðurnar runnu í sandinn þegar stjórnvöld neituðu að verða við kröfum uppreisnarmannanna. Þeir kröfðust þess að þeim yrði úthlutað peningaverðlaunum og sæti í ríkisstjórn, að því er segir á fréttavef BBC.

Stjórnvöld fara fram á það við uppreisnarmennina að þeir afvopnist og hafa gefið þeim frest til 28. febrúar til að binda enda á átökin.

Átökin hafa staðið yfir í 20 ár og hafa tugir þúsunda fallið fyrir hendi uppreisnarmannanna og um tvær milljónir manna hafa flúið heimili sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert