Allir fiskistofnar í hættu

Achim Steiner, yf­ir­maður Um­hverf­is­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna, sagði í dag að lofts­lags­breyt­ing­ar, of­veiði og meng­un geti sam­eig­in­lega valdið því að all­ir helstu veiðistofn­ar heims­ins hrynji inn­an nokk­urra ára­tuga.

„Þegar þetta kem­ur allt sam­an er aug­ljóst, að hugs­an­lega er verið að reka síðasta nagl­ann í lík­kistu sjáv­ar­út­vegs­ins," sagði Steiner við blaðamenn í Mónakó í dag. Þar stend­ur yfir ráðstefna á veg­um Um­hverf­is­stofn­un­ar SÞ þar sem full­trú­ar 150 þjóða taka þátt, þar á meðal 100 um­hverf­is­ráðherr­ar. Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra, er í Mónakó.

Lofts­lags­breyt­ing­ar hafa aukið enn á önn­ur eldri vanda­mál, svo sem of­veiði, því hækk­andi hita­stig sjáv­ar skaðar kór­alrif, ógn­ar hrygn­ing­ar­svæðum tún­fisks og breyt­ir haf­straum­um og þar með út­breiðslu svifs.

„Málið snýst ekki um hvort við eig­um að hætta veiðum held­ur hvernig við bregðumst við lofts­lags­breyt­ing­um sem valda áður óþekkt­um áhrif­um," sagði Christian Nell­emann, aðal­höf­und­ur nýrr­ar skýrslu Um­hverf­is­stofn­un­ar SÞ, sem nefn­ist In Dead Water.

„Hættu­merk­in verða stöðugt fleiri og það mun senni­lega taka millj­ón ár fyr­ir hafsvæðin að ná sér eft­ir þess­ar breyt­ing­ar."

Í skýrsl­unni kem­ur fram, að þau svæði þar sem áhrif­in eru mest eru jafn­framt gjöf­ul­ustu fiski­mið heims um þess­ar mund­ir.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert