Bændur tóku lögreglumenn í gíslingu

Um 1.500 bændur hafa tekið um 30 lögreglumenn í gíslingu í Gvatemala. Bændurnir krefjast þess að leiðtoga þeirra verði sleppt úr haldi lögreglu. 

Lögreglumennirnir voru teknir í gíslingu í gær í bænum Livingston sem við strendur Karíbahafsins. Að sögn lögreglu hafa bændurnir hótað því að taka lögreglumennina af lífi verði ekki orðið við kröfu þeirra.

Leiðtogi þeirra, Ramiro Choc, var handtekinn 14 febrúar sl. Hann er sakaður um rán og  fyrir að hafa haldið fólki í gíslingu.

Bændurnir afvopnuðu lögreglumennina á lögreglustöðinni í Livingston og fluttu þá með báti til Maya Creek, sem er afskekkt þorp í frumskóginum.

Lögreglan vonast til þess að samkomulag náist þannig að lögreglumennirnir sleppi úr prísundinni heilir á húfi.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert