Norski netþjónustuaðilinn Imbera fjarlægði mynd af Múhameð spámanni af heimasíðu samtakanna Human Rights Service. Hege Storhaug, formaður samtakanna segir þetta vera yfirgengilegt.
Jon Bing, prófessor við háskólann í Ósló, telur norsk lög um netsamskipti gera þjónustuaðilann endanlega ábyrgan fyrir innihaldi síðna sem hjá honum eru vistaðar. Því sé eðlilegt að Imbera hafi gripið til þessa ráðs.
„Afleiðing laganna getur verið að tæknimenn ákveði hvað maður getur lesið á netinu,“ segir Bing .