Þúsundir stuðningsmanna róttæka sjítaklerksins Muqtada al-Sadr komu saman í Írak í dag til að mótmæla Danmörku og þeim dönsku dagblöðum sem létu endurbirta skopmyndirnar af Múhameð spámanni.
Mótmælin fóru fram eftir föstudagsbænir í fátækrahverfinu Sadr City í Bagdad, Najaf og í Kufa.
„Það er aðeins einn guð til og Danmörk er óvinur guðs,“ hrópuðu mótmælendurnir er þeir veifuðu fánum og borðum. Þá krefjast mótmælendurnir að Írak slíti stjórnmálasambandi sínu við Dani.
Þá var vera Bandaríkjanna í Írak einnig fordæmd, en mótmælendurnir brenndu bandaríska og ísraelska fána.
Íraskir trúar- og stjórnmálaleiðtogar héldu ráðstefnu í Kaupmannahöfn og fordæmdu þeir dönsku dagblöðin fyrir að hafa endurbirt myndirnar umdeildu. „Þetta er móðgun við alla múslíma,“ kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem var birt í gær á ráðstefnunni.