Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti vill að frönsk matargerðalist verði skráð sem menningarverðmæti á hjá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta sagði forsetinn við opnun árlegrar landbúnaðarhátíðar í París í dag.
„Landbúnaður og þau störf sem verða til vegna hans er uppsprettan í fjölbreytileika franskrar matargerðarlistar. Þetta er mikilvægur hluti okkar þjóðararfs. Þess vegna vil ég að Frakkland verði fyrsta þjóðin sem mun sækjast eftir því hjá UNESCO að okkar hefðir í matargerð verði viðurkenndar sem menningaverðmæti á heimsmælikvarða,“ sagði Sarkozy.
„Frönsk matargerðarlist er sú fremsta í heiminum,“ lýsti hann jafnframt yfir.