Írakar aðvara Tyrki

Tyrkneskir hermenn sjást hér við landamærin landsins við Írak.
Tyrkneskir hermenn sjást hér við landamærin landsins við Írak. Reuters

Ut­an­rík­is­ráðherra Íraks hef­ur aðvarað Tyrki, en hann seg­ir að ef heraðgerðir Tyrkja gagn­vart kúr­dísk­um upp­reisn­ar­mönn­um í Norður-Írak muni stig­magn­ast geti það haft al­var­leg áhrif fyr­ir svæðið.

Hos­hy­ar Zebari sagði í sam­tali við breska rík­is­út­varpið að hann hafi ekki samþykkt aðgerðir Tyrkja og hann seg­ir að Tyrk­ir eigi að snúa heim eins fljótt og auðið er. Tyrk­ir segja að ekki sé um meiri­hátt­ar aðgerðir að ræða, en þær eru bundn­ar við af­skekkt svæði þar sem fáir búa.

Bæði Tyrk­ir og upp­reisn­ar­menn­irn­ir hafa staðfest mann­fall í sín­um röðum.

Banda­rík­in hafa hvatt stjórn­völd í Tyrklandi til að tak­marka aðgerðir sín­ar. Þá hef­ur fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna sagt að Tyrk­ir verði að virða alþjóðalög.

Frétta­skýrend­ur segja að til­gang­ur hernaðaraðgerða Tyrkja sé að ein­angra upp­reisn­ar­menn­ina og koma í veg fyr­ir að þeir geti gert árás­ir á Tyrk­land frá Norður-Írak.

Ekki ligg­ur fyr­ir hversu marg­ir her­menn fóru yfir landa­mær­in til Íraks, en talið er að þeir séu á bil­inu 3.000 - 10.000 tals­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert