Mugabe sækist eftir endurkjöri

Robert Mugabe
Robert Mugabe AP

Búist er við því að Robert Mugabe, forseti Simbabve, muni sækjast eftir sjötta kjörtímabilinu sem forseti í dag, en forsetinn er 84ja ára í dag. Talið er að þúsundir muni koma saman í bænum Beitbridge í tilefni dagsins.

Á sama tíma mun Morgan Tsvangrei, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, birta stefnuyfirlýsingu sína í bænum Mutare.

Neyðarástand hefur verið ríkjandi í Simbabve en árleg verðbólga á ársgrundvelli mælist þar 100.000% og þá mælist atvinnuleysi vera 80%.  Til að bæta gráu ofan á svart er alvarlegur matvæla- og eldsneytisskortur í landinu. 

Þann 29. mars nk. verður kosið til þings auk þess sem kosið verður í sveitastjórnir og nýr forseti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert