Nýtt sápustríð yfirvofandi í Noregi

Norðmenn vilja helst þvo með OMO.
Norðmenn vilja helst þvo með OMO.

Norska blaðið Aftenposten segir, að nýtt sápustríð virðist vera yfirvofandi í Noregi en alþjóðlega stórfyrirtækið Proctor & Gamble er byrjað á mikilli markaðsherferð fyrir Ariel þvottaefni.

Í Noregi eru hins vegar þvottaefnin OMO og Blenda, sem Lilleborg framleiðir, nánast einráð á markaðnum. Procter & Gamble reyndi árið 1967 að fá norskar fjölskyldur til að nota þvottaefnið Tag í staðinn fyrir OMO og Blenda en án árangurs og stórfyrirtækið gafst upp fyrir norsku sápunni árið 1970.

Norska verslunarkeðjan Rema 1000 auglýsti Ariel á þremur heilsíðum í blaðinu VG í gær en í sama blaði var einnig heilsíðuauglýsing um OMO.  Og boðskapurinn var sá sami:

„Lækkið hitann í 30 gráður og sparið orku," segir Ariel. „Veljið umhverfið - þvoið á 30 gráðum," segir í auglýsingunni um OMO color.

Að sögn Aftenposten er OMO með um 50% markaðshlutdeild á norskum þvottaefnismarkaði. Blenda er með 26% og  Milo um 10%. Lilleborg, sem er í eigu Orkla Group, framleiðir öll þessi þvottaefni í Noregi. OMO er raunar upprunnið frá Unilever.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert