Beinagrind af barni fannst við barnaheimili

Lög­regla á Ermar­sunds­eyj­unni Jers­ey seg­ir, fann beina­grind af barni grafna á lóð, þar sem barna­heim­ili var rekið ára­tug­um sam­an. Lög­regla seg­ir að bú­ist sé við að fleiri lík­ams­leif­ar muni finn­ast á svæðinu.

Lög­regl­an hef­ur grafið á lóðinni und­an­farna daga í tengsl­um við rann­sókn á því hvort börn hafi sætt misþyrm­ing­um á Haut de la Garenne heim­il­inu á síðustu ára­tug­um.

Fram hafa komið ásak­an­ir um að börn hafi sætt árás­um, bæði af kyn­ferðis­leg­um og öðrum toga, á heim­il­inu og öðru heim­ili frá sjö­unda ára­tug síðustu ald­ar og fram á þenn­an ára­tug. Barna­heim­il­in hafa verið rek­in af sjálf­boðaliðasam­tök­um.  Hafa yfir 140 manns haft sam­band við sér­stak­an upp­lýs­ingasíma frá því rann­sókn­in hófst og segj­ast hafa sætt misþyrm­ing­um.

Einn maður hef­ur verið ákærður fyr­ir kyn­ferðis­leg­ar árás­ir á barn­ung­ar stúlk­ur á ár­un­um 1969 til 1979 á Haut de la Garenne barna­heim­il­inu.

Haut de la Garenne var skóli og munaðarleys­ingja­hæli á 19 öld en þar er nú rekið gisti­heim­ili fyr­ir ung­menni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert