Beinagrind af barni fannst við barnaheimili

Lögregla á Ermarsundseyjunni Jersey segir, fann beinagrind af barni grafna á lóð, þar sem barnaheimili var rekið áratugum saman. Lögregla segir að búist sé við að fleiri líkamsleifar muni finnast á svæðinu.

Lögreglan hefur grafið á lóðinni undanfarna daga í tengslum við rannsókn á því hvort börn hafi sætt misþyrmingum á Haut de la Garenne heimilinu á síðustu áratugum.

Fram hafa komið ásakanir um að börn hafi sætt árásum, bæði af kynferðislegum og öðrum toga, á heimilinu og öðru heimili frá sjöunda áratug síðustu aldar og fram á þennan áratug. Barnaheimilin hafa verið rekin af sjálfboðaliðasamtökum.  Hafa yfir 140 manns haft samband við sérstakan upplýsingasíma frá því rannsóknin hófst og segjast hafa sætt misþyrmingum.

Einn maður hefur verið ákærður fyrir kynferðislegar árásir á barnungar stúlkur á árunum 1969 til 1979 á Haut de la Garenne barnaheimilinu.

Haut de la Garenne var skóli og munaðarleysingjahæli á 19 öld en þar er nú rekið gistiheimili fyrir ungmenni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka