Að minnsta kosti 40 létu lífið og 60 særðust í sjálfsvígsárás sem beint var gegn sjíta pílagrímum í bænum Iskandariya, suður af Bagdad í dag. Árásin var gerð á þjóðvegi í átt að Karbala borg, þar sem trúarhátið til heiðurs sonarsonar Múhameðs spámanns er haldin.
Á fréttavef BBC kemur fram að árásarmaðurinn fór inn á hvíldarstað pílagrímanna og sprengdi sig upp.
Önnur árás var gerð á pílagríma í dag en hún var gerð í hverfinu Doura í Bagdad. Þrír létu lífið og 49 særðust þegar uppreisnarmenn réðust gegn pílagrímum á göngu, og sprengdu í fyrstu vegsprengju en hófu svo skothríð.