Bandaríski neytendafrömuðurinn Ralph Nader lýsti því yfir í fréttaþætti bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC, að hann ætlaði að bjóða sig fram í forsetakosningunum í haust. Hann hefur nokkrum sinnum áður boðið sem fram sem óháður frambjóðandi.
„Ég ætla að bjóða mig fram sem forseta," sagði Nader. Margir demókratar kenna honum um, að George W. Bush bar sigurorð af Al Gore í forsetakosningunum árið 2000 en hann var talinn hafa fengið atkvæði, sem Gore hefði ella fengi.
Nader, sem er 73 ára, hefur boðið sig fram árin 1992, 1996, 2000 og 2004. Hann hefur bæði verið fulltrúi Græningja og einnig óháður frambjóðandi.