Þing Kúbu hefur komið saman til þess að ákveða hver mun taka við af Fídel Kastró sem leiðtogi þjóðarinnar, en almennt er talið að Raul Kastró, bróðir Fídels muni taka við af honum. Raul hefur verið starfandi forseti á Kúbu í um eitt og hálft ár.
Fídel Kastró var við völd í nærri 50 ár en hann sagði af sér þann 19. febrúar og lýsti því yfir að hann myndi ekki taka aftur við stjórnartaumunum í landinu eftir veikindin sem hrjáð hafa hann að undanförnu.