Yfirvöld í Pakistan hafa fyrirskipað að allir netþjónustuaðilar skuli loka fyrir vefsíðuna YouTube þar sem á henni sé vistað guðlastandi efni eins og myndbönd eða gögn sem eru talin móðga Íslam.
Talsmaður ríkistjórnar Pakistan sagði við fréttastofu AFP að „síðan verði lokuð þar til annað verði fyrirskipað." Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar töldu aðrir embættismenn að síðunni hafi verið lokað vegna þess að umdeildar teikningar af Móhameð spámanni voru birtar á síðunni, en þær voru nýlega endurbirtar í dönskum dagblöðum.
Stór netþjónustuaðiðli í Pakistan, Micronet, sagði áskrifendum að yfirvöld fjarskiptastofnunar hafi fyrirskipað lokun á vefsíðunni. Hins vegar geti netnotendur skrifað YouTube og óskað eftir því að hneykslanlegt efni verði fjarlægt af síðunni, með því myndu yfirvöld fyrirskipa opnun vefsíðunnar á ný.
Mótmæli hafa staðið yfir í Pakistan eftir að 17 dagblöð í Danmörku endurbirtu umdeildar teikningar af Móhameð spámanni, í því skyni að verja frjálsa tjáningu. Róttækir mótmælendur í bænum Qetta á Pakistan brenndu danska fánann í mótmælaskyni og sögðu endurbirtingarnar viljandi tilraun til þess að niðurlægja Íslam.
Talsmaður ríkistjórnar Pakistan sagði við fréttastofu AFP að „síðan verði lokuð þar til annað verði fyrirskipað." Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar töldu aðrir embættismenn að síðunni hafi verið lokað vegna þess að umdeildar teikningar af Múhameð spámanni voru birtar á síðunni, en þær voru nýlega endurbirtar í dönskum dagblöðum.
Stór netþjónustuaðili í Pakistan, Micronet, sagði áskrifendum að yfirvöld fjarskiptastofnunar hafi fyrirskipað lokun á vefsíðunni. Hins vegar geti netnotendur skrifað YouTube og óskað eftir því að hneykslanlegt efni verði fjarlægt af síðunni, með því myndu yfirvöld fyrirskipa opnun vefsíðunnar á ný.
Mótmæli hafa staðið yfir í Pakistan eftir að 17 dagblöð í Danmörku endurbirtu umdeildar teikningar af Múhameð spámanni, í því skyni að verja frjálsa tjáningu. Róttækir mótmælendur í bænum Qetta í Pakistan brenndu m.a danska fánann í mótmælaskyni og sögðu endurbirtingarnar viljandi tilraun til þess að niðurlægja Íslam.