Bindandi markmið samþykkt?

Heimkynni ísbjarnarins er sagt vera í hættu vegna hækkandi hitastigs …
Heimkynni ísbjarnarins er sagt vera í hættu vegna hækkandi hitastigs á jörðinni. Reuters

Banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn segja að Banda­rík­in séu reiðubú­in að samþykkja bind­andi mark­mið um að minnka los­un gróður­húsaloft­teg­unda, svo lengi sem önn­ur ríki geri slíkt hið sama.

James Conn­aug­ht­on og Daniel Price, sem starfa sem ráðgjaf­ar Banda­ríkja­for­seta á sviði efna­hags- og um­hverf­is­mála, létu um­mæl­in falla á blaðamanna­fundi í Par­ís. Þetta kem­ur fram á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins.

Banda­rík­in von­ast til þess að öfl­ug­ustu hag­kerfi heims komi sér sam­an um sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu fyr­ir G8-fund­inn, sem fram fer í júlí.

Ekki kom fram um hversu mikið Banda­rík­in væru reiðubú­in að minnka los­un gróður­húsaloft­teg­unda.

Frétta­skýrend­ur telja ljóst að rík­is­stjórn Geor­ge W. Bush vilji að öfl­ug þró­un­ar­ríki á borð við Kína, Ind­land og Bras­il­ía skrifi und­ir ein­hvers­kon­ar bind­andi sam­komu­lag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert