Bindandi markmið samþykkt?

Heimkynni ísbjarnarins er sagt vera í hættu vegna hækkandi hitastigs …
Heimkynni ísbjarnarins er sagt vera í hættu vegna hækkandi hitastigs á jörðinni. Reuters

Bandarískir embættismenn segja að Bandaríkin séu reiðubúin að samþykkja bindandi markmið um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, svo lengi sem önnur ríki geri slíkt hið sama.

James Connaughton og Daniel Price, sem starfa sem ráðgjafar Bandaríkjaforseta á sviði efnahags- og umhverfismála, létu ummælin falla á blaðamannafundi í París. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

Bandaríkin vonast til þess að öflugustu hagkerfi heims komi sér saman um sameiginlega yfirlýsingu fyrir G8-fundinn, sem fram fer í júlí.

Ekki kom fram um hversu mikið Bandaríkin væru reiðubúin að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

Fréttaskýrendur telja ljóst að ríkisstjórn George W. Bush vilji að öflug þróunarríki á borð við Kína, Indland og Brasilía skrifi undir einhverskonar bindandi samkomulag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka