Danskir læknar skrifi upp á heróín

Danska þingið samþykkti í dag að styrkja til­rauna­verk­efni heil­brigðis­yf­ir­valda sem geng­ur út á að lækn­ar skrifi upp á heróínskammta fyr­ir þá fíkla sem eru orðnir mjög langt leidd­ir í neysl­unni.

Sam­kvæmt verk­efn­inu verður um 70 millj­ón­um danskra króna varið í að meðhöndla um 500 heróín­fíkla, þ.e. þá sem eru í mestri neyslu og eru komn­ir út á jaðar sam­fé­lags­ins, árið 2008 og 2009.

Sam­hliða heróín­inu fá fíkl­arn­ir meþadón, en það er verkjalyf sem er einnig notað í meðferð við heróín­fíkn. Til­gang­ur­inn með því er tvíþætt­ur. Í fyrsta lagi að reyna stuðla að end­ur­hæf­ingu viðkom­andi fíkils og í öðru lagi til að draga úr glæp­um sem tengj­ast heróínnotk­un.

Danska verk­efnið bygg­ir á svipuðu verk­efni sem hef­ur verið hleypt af stokk­un­um í Sviss.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert