Fílaveiðar heimilaðar á ný í S-Afríku

Afríkufílar.
Afríkufílar. AP

Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa ákveðið að heimila veiðar á fílum til þess að stemma stigu við fjölgun þeirra. Fílaveiðar hafa verið bannað í landinu frá því árið 1994.

Fílum hefur fjölgað í Suður-Afríku úr 8 þúsund árið 1994 í ríflega 20 þúsund í dag. Dýraverndarsamtök hóta því að hvetja ferðamenn til þess að sniðganga S-Afríku og að höfða mál gegn ákvörðun stjórnvalda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert