Jórdanskir mótmælendur kveiktu í dönskum fánum fyrir utan sendiráð Danmerkur í Annan í Jórdaníu, í mótmælaskyni við endurbirtingar á teiknimyndum af Múhameð spámanni í dönskum dagblöðum.
Um 300 mótmælendur báru þjóðfána Jórdaníu og fána aðal stjórnmálaflokks í landinu, Islamic Action Front, og kröfðust þess að sendiherra Dana yrði rekinn úr landi og að danskar vörur yrðu sniðgengnar.
Mótmælendur hrópuðu slagorð gegn Danmörku og hvöttu leiðtoga í múslimalöndum til þess að verja Íslam og hefna guðlasti gegn Múhameð spámanni.
Mótmæli gegn Danmörku hafa brotist út í múslimalöndum eftir að 17 dönsk dagblöð endurbirtu teikningar af Múhameð spámanni, fyrir tveim vikum síðan. Dönsku dagblöðin gerðu það í nafni tjáningarfrelsis, eftir að upp komst að myrða átti teiknara myndanna.