Kveikt í dönskum fánum í Jórdaníu

Mótmælendur í Pakistan kveiktu einnig í danska fánanum.
Mótmælendur í Pakistan kveiktu einnig í danska fánanum. ATHAR HUSSAIN

Jórd­ansk­ir mót­mæl­end­ur kveiktu í dönsk­um fán­um fyr­ir utan sendi­ráð Dan­merk­ur í Ann­an í Jórdan­íu, í mót­mæla­skyni við end­ur­birt­ing­ar á teikni­mynd­um af Múhameð spá­manni í dönsk­um dag­blöðum. 

Um 300 mót­mæl­end­ur báru þjóðfána Jórdan­íu og fána aðal stjórn­mála­flokks í land­inu, Islamic Acti­on Front, og kröfðust þess að sendi­herra Dana yrði rek­inn úr landi og að dansk­ar vör­ur yrðu sniðgengn­ar. 

Mót­mæl­end­ur hrópuðu slag­orð gegn Dan­mörku og hvöttu leiðtoga í múslima­lönd­um til þess að verja Íslam og hefna guðlasti gegn Múhameð spá­manni.

Mót­mæli gegn Dan­mörku hafa brot­ist út í múslima­lönd­um eft­ir að 17 dönsk dag­blöð end­ur­birtu teikn­ing­ar af Múhameð spá­manni, fyr­ir tveim vik­um síðan.  Dönsku dag­blöðin gerðu það í nafni tján­ing­ar­frels­is, eft­ir að upp komst að myrða átti teikn­ara mynd­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert