Mannréttindasamtök og stjórnmálamenn í Danmörku hafa lýst áhyggjum af harkalegri framgöngu lögreglu í landinu gagnvart ungmennum sem efnt hafa til óeirða á götum danskra borga og bæja að undanförnu. M.a. hafa verið teknar myndir af 13 til 15 ára piltum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Piltarnir voru myndaðir eftir að rúður höfðu verið brotnar í byggingunni Akacieparken í Valby á Kaupmannahafnarsvæðinu. Munu lögreglumennirnir hafa myndað fimm ungamenni sem þeir fundu í nágrenni byggingarinnar án þess að gefa á því nokkra skýringu eða sýna skilríki.