Lögregla í Danmörku gagnrýnd

Frá Danmörku
Frá Danmörku Árvakur/Ómar

Mann­rétt­inda­sam­tök og stjórn­mála­menn í Dan­mörku hafa lýst áhyggj­um af harka­legri fram­göngu lög­reglu í land­inu gagn­vart ung­menn­um sem efnt hafa til óeirða á göt­um danskra borga og bæja að und­an­förnu. M.a. hafa verið tekn­ar mynd­ir af 13 til 15 ára pilt­um. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Pilt­arn­ir voru myndaðir eft­ir að rúður höfðu verið brotn­ar í bygg­ing­unni Akaciep­ar­ken í Val­by á Kaup­manna­hafn­ar­svæðinu. Munu lög­reglu­menn­irn­ir hafa myndað fimm unga­menni sem þeir fundu í ná­grenni bygg­ing­ar­inn­ar án þess að gefa á því nokkra skýr­ingu eða sýna skil­ríki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert