Jarðskjálfti varð á eynni Súmötru í Indónesíu í nótt sem mældist 7,3 á Richter og kom af stað flóðbylgjuviðvörun, samkvæmt upplýsingum Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna. Skjálftinn varð 165 kílómetra norðvestur af Mukomuko, og mældist 35 kílómetra á dýpt. Skjálftinn fannst í háhýsum í höfuðborginni Jakarta þar sem myndir færðust á veggjum. Í Bengkulu, 280 kílómetra frá upptökum skjálftans, fundu íbúar vel fyrir skjálftanum, en ekki hafa borist fregnir af tjóni. Hafa stjórnvöld aflýst flóðbylgjuviðvörun sem gefin var út strax eftir að skjálftinn reið yfir.
Mikil skjálftavirkni er í kringum eyjaklasa Indónesíu, en í gær varð skjálfti sem mældist 6,6 á Richter og fyrir tæpri viku mældist varð skjálfti sem mældist 7,5 á Richter.