Ísraelskar hersveitir réðust til atlögu í bækistöðvum góðgerðasamtaka sem tengjast Hamas hreyfingunni í Hebron á Vesturbakkanum í dag. Ísraelar saka samtökin um að styrkja hryðjuverk og skrá nýliða.
Tölvur, símar og fjórar bifreiðar voru gerðar upptækar og hafa samtökin verið bönnuð.
Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum segir að samtökin séu skálkaskjól, sem ætlað sé að styrkja stöðu Hamas á Vesturbakkanum.
Hamas hreyfingin, sem viðurkennir ekki Ísraelsríki, tóku völdin á Gasa-svæðinu í júní og óttast bæði Ísraelar og stjórn Abbas forseta að hreyfingin muni reyna að ná stjórn á Vesturbakkanum með valdi.