Björguðu dreng og fundu lík

Lík drengjanna sjást hér flutt af vettvangi.
Lík drengjanna sjást hér flutt af vettvangi. Reuters

Slökkviliðið í Puglia á Ítal­íu bjargaði 13 ára dreng sem fallið hafði niður í brunn í dag. Eft­ir að drengn­um hafði verið bjargað komu í ljós lík­ams­leif­ar tveggja drengja sem saknað hafði verið frá júní 2006. Faðir drengj­anna hef­ur setið í fang­elsi, sakaður um að hafa myrt þá.

Dreng­ur­inn sem bjargað var hafði verið að spila fót­bolta með vin­um sín­um þegar slysið varð. Hon­um var bjargað eft­ir tveggja tíma aðgerðir og hafði hann brákað báða fót­leggi. Brunn­ur­inn sem er tutt­ugu metra djúp­ur var ekki í notk­un.

Þegar björg­un­ar­menn fóru aft­ur niður brunn­inn í þeim til­gangi að loka hon­um upp­götvuðu þeir lík­ams­leif­arn­ar. Lík­in sem fund­ust eru af bræðrun­um  Francesco, 12 ára, og Sal­vatore Pappal­ar­di, 14 ára, sem hurfu fyr­ir 18 mánuðum. Bræðurn­ir sáust síðast lif­andi fyr­ir utan heim­ili sitt.

Lög­regl­an seg­ir að unnið sé að rann­sókn máls­ins, reynt verði að kom­ast að því hvort um slys hafi verið að ræða eða hvort þeir hafi verið myrt­ir. 

Fram kem­ur á frétta­vef Sky að Ítal­ir hafi setið sem fast­ast við sjón­varps­skjá­inn með önd­ina í háls­in­um árið 1981 þegar björg­un­ar­sveit­ar­menn reyndu að koma sex ára dreng til bjarg­ar sem hafði dottið ofan í brunn skammt frá Róm. Björg­un­araðgerðirn­ar, sem stóðu í 18 klukku­stund­ir, mistók­ust.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert