Írakar fordæma innrás Tyrkja

00:00
00:00

Rík­is­stjórn Íraks for­dæm­ir inn­rás Tyrkja í norður-Írak sem hófst í síðustu viku.  Í yf­ir­lýs­ingu frá rík­i­s­tjórn­inni seg­ir að hún for­dæmi og hafni aðgerðum Tyrkja harðlega, og krefst rík­i­s­tjórn­in þess að Tyrk­ir til kalli herlið sitt heim.

Á frétta­vef BBC kem­ur fram að átök hafi staðið í fimm daga á milli tyrk­neska hers­ins og upp­reisn­ar­manna.  Tyrk­neski her­inn seg­ist hafa fellt 153 upp­reisn­ar­menn og misst 17 her­menn frá því inn­rás­in hófst síðastliðið fimmtu­dags­kvöld, þegar Tyrk­ir fóru yfir landa­mær­in inn í norður-Írak til þess að leita uppi upp­reisn­ar­menn úr Verka­manna­flokki Kúr­d­ist­an (PKK).

Írak­ar segja aðgerðir Tyrkja vera óvirðingu við full­veldi Íraks. Talsmaður tyrk­neskra yf­ir­valda hef­ur sagt að Tyrk­ir eigi rétt á því að verj­ast gagn­vart árás­um sem eru gerðar frá Norður-Írak, og seg­ir að aðgerðirn­ar muni standa eins lengi og þörf sé á.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert