Víetnömsk kona lét lífið af völdum fuglaflensu og er það fjórða dauðsfallið af völdum H5N1 veirunnar í Víetnam frá því í ársbyrjun. Fimmtíu og einn hafa látið lífið af völdum fuglaflensu í Víetnam og 105 manns hafa sýkst.
Konan sem lést var greind með veiruna tveim dögum áður og samkvæmt upplýsingum heilbrigðisyfirvalda hafði hún ekki sjálf meðhöndlað sýkta fugla, en vitað er til þess að sýktir fuglar hafi verið í héraðinu sem hún bjó í.