Milljónir án rafmagns í Flórída

Horft yfir Flórída-skaga.
Horft yfir Flórída-skaga. mynd/Google Earth

Milljónir eru nú án rafmagns á Flórída, en það hafði m.a. þær afleiðingar að starfssemi fimm kjarnorkuvera. Talið er að rafmagnsleysið teygi sig frá Miami til Jacksonville á austurströndinni og alveg norður til Tampa, sem er við Mexíkóflóa.

Rúmar fjórar milljónir eru án rafmagns á suðurhluta Flórída að sögn forsvarsmanna rafmagnsveitnanna.

Rafmagnið fór af skömmu eftir kl. 13 að staðartíma, en þá var víða þrumuveður í ríkinu. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað olli biluninni, sem kom upp í átta raforkuverum.

Að sögn heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna er ekki talið að um hryðjuverk sé að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert