Ók á fjórar stúlkur á stoppistöð

Fjórar ungar stúlkur létu lífið þegar kona missti stjórn á bíl sínum og ók á stúlkurnar, sem voru að bíða eftir skólabíl skammt frá Róm, höfuðborg Ítalíu. Konan, sem ók bílnum, lést einnig í slysinu og að minnsta kosti 9 til viðbótar slösuðust. 

Slysið varð um klukkan 8 í morgun að ítölskum tíma í  Fiumicino,  um það bil 25 km frá Róm. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka