Abbas segir Hamas tengjast al-Qaeda

Mahmoud Abbas.
Mahmoud Abbas. AP

Mahmud Abbas, forseti Palestínu, segir að liðsmenn Hamas hreyfingarinnar hafi myndað bandalag við al-Qaeda uppreisnarmenn og að Hamas hafi hjálpað al-Qaeda við að fara inn á Gasa ströndina.

„Al-Qaeda eru með bækistöðvar á Gasa og ég er sannfærður um að Hamas er í bandalagi við þá," sagði Abbas í samtali við dagblaðið Al-Hayat.    Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Ísraelar hafa áður haldið því fram að al-Qaeda haldi til á Gasa ströndinni.  Í janúar réðust hópur uppreisnarmanna með tengsl við al-Qaeda á skóla á Gasa ströndinni, og skildu eftir yfirlýsingu sem var undirrituð af samtökum al-Qaeda í Palestínu. 

Samtökin Her Íslam eða Army of Islam, sem einnig eru sögð vera með tengsl við al-Qaeda, rændu fréttamanni BBC árið 2007 og héldu honum sem gísl í 114 daga, en samtökin rændu einnig ísraelskum hermanni í júní 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert