Átta létust í flugslysi í Chile

Að minnsta kosti átta manns létu lífið í flugslysi í Santiago, höfuðborg Chile.  Lítil lögregluflugvél brotlenti á íþróttavelli í þéttri byggð í borginni. 

Sex af þeim látnu voru farþegar í vélinni en tveir létust á jörðu, og fimm særðust.  Að sögn lögreglu var frekara manntjóni forðað því flugmanninum tókst að breyta um stefnu á vélinni í átt frá byggð, og brotlenti á opnu svæði.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert