Fjöldamótmæli gegn Dönum í Súdan

Danski fáninn hefur verið brenndur víða að undanförnu í mótmælaskyni …
Danski fáninn hefur verið brenndur víða að undanförnu í mótmælaskyni við myndbirtinguna AP

Þúsundir komu saman í miðborg höfuðborgar Súdan, Khartoum, í morgun til þess að mótmæla endurbirtingu danskra fjölmiðla á skopteikningu af Múhameð spámanni. Stjórnvöld í Súdan studdu mótmælin og tók meðal annars forseti landsins, Omar al-Bashir, þátt í þeim.

Mótmælin fóru fram á Lýðveldistorginu og var lokað fyrir alla umferð um torgið. Hundruð langferðabifreiða og vöruflutningabíla keyrðu fólk á staðinn. Mikið umferðaröngþveiti skapaðist í borginni vegna fólksins sem streymdi á torgið.

Allt frá því Bashir komst til valda í uppreisn hersins í Súdan árið 1999 hefur ríkið smátt og smátt færst nær og nær harðlínustefnu í anda sharia-laga. Súdan er eitt þeirra ríkja sem brugðust harðast við birtingu skopmynda í Danmörku árið 2006 þegar fjöldi fólks lést í átökum og loka þurfti sendiráðum Danmerkur víða.  Þá sniðgengu margir danskar vörur, þar á meðal mjólkurvörur, og hvöttu mótmælendur til þess í dag að það verði endurtekið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert