Fjöldamótmæli gegn Dönum í Súdan

Danski fáninn hefur verið brenndur víða að undanförnu í mótmælaskyni …
Danski fáninn hefur verið brenndur víða að undanförnu í mótmælaskyni við myndbirtinguna AP

Þúsund­ir komu sam­an í miðborg höfuðborg­ar Súd­an, Khartoum, í morg­un til þess að mót­mæla end­ur­birt­ingu danskra fjöl­miðla á skopteikn­ingu af Múhameð spá­manni. Stjórn­völd í Súd­an studdu mót­mæl­in og tók meðal ann­ars for­seti lands­ins, Omar al-Bashir, þátt í þeim.

Mót­mæl­in fóru fram á Lýðveldis­torg­inu og var lokað fyr­ir alla um­ferð um torgið. Hundruð lang­ferðabif­reiða og vöru­flutn­inga­bíla keyrðu fólk á staðinn. Mikið um­ferðaröngþveiti skapaðist í borg­inni vegna fólks­ins sem streymdi á torgið.

Allt frá því Bashir komst til valda í upp­reisn hers­ins í Súd­an árið 1999 hef­ur ríkið smátt og smátt færst nær og nær harðlínu­stefnu í anda sharia-laga. Súd­an er eitt þeirra ríkja sem brugðust harðast við birt­ingu skop­mynda í Dan­mörku árið 2006 þegar fjöldi fólks lést í átök­um og loka þurfti sendi­ráðum Dan­merk­ur víða.  Þá sniðgengu marg­ir dansk­ar vör­ur, þar á meðal mjólk­ur­vör­ur, og hvöttu mót­mæl­end­ur til þess í dag að það verði end­ur­tekið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert