Gates hvetur Tyrki til að ljúka hernaðaraðgerðum

Tyrkneskur hermaður stendur vörð við landamæri norður-Íraks og Tyrklands.
Tyrkneskur hermaður stendur vörð við landamæri norður-Íraks og Tyrklands. FATIH SARIBAS

Varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, Robert Gates, hvet­ur yf­ir­völd í Tyrklandi til þess að ljúka hernaðaraðgerðum sín­um í norður-Írak sem fyrst, og seg­ir aðgerðir gegn kúr­dísk­um aðskilnaðar­sinn­um ekki mega standa yfir í meira en eina eða tvær vik­ur. 

Þetta sagði Gates á heim­sókn sinni í Nýju-Del­hi, áður en hann hélt til Tyrk­lands.  Gates sagði að full­veldi Íraks yrði að virða og að hann myndi vara yf­ir­völd í Tyrklandi við því að hernaðaraðgerðir ein­ar sam­an nægi ekki til þess að leysa vanda­málið, held­ur þyrfti einnig að huga að efna­hags og póli­tísk­um hags­mun­um.

Tyrk­neski her­inn seg­ist hafa fellt 153 kúr­díska upp­reisn­ar­menn og misst 19 her­menn í átök­um, sem staðið hafa yfir í norður-Írak frá því Tyrk­ir gerðu þar inn­rás fyr­ir tæpri viku síðan.  Greint var frá þessu á frétta­vef BBC. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert