Hvatti ekki til þess að skopteikningar yrðu endurbirtar

Wolfgangs Schäuble
Wolfgangs Schäuble Reuters

Talsmaður innanríkisráðuneytis Þýskalands neitaði í dag fregnum þess efnis að Wolfgang Schäuble innanríkisráðherra Þýskalands hefði hvatt evrópsk dagblöð til þess að endurbirta umdeildar teikningar af Múhameð spámanni eftir að dönsk dagblöð endurbirtu þær fyrr í þessum mánuði.

Teikningarnar, sem birtust fyrst í dönskum dagblöðum, ollu mikilli reiði í múslima heiminum árið 2006. Eftir að danska lögreglan tilkynnti um fyrirhugað meint banatilræði á teiknaranum, Kurt Westergaard, birtu dönsk blöð myndirnar á nýjan leik til að sýna honum stuðning.

„Ég ber mikilla virðingu fyrir þeirri staðreynd að dönsku dagblöðin hafa nú endurbirt teikningarnar af Múhameð spámanni. Öll evrópsk dagblöð ættu að endurprenta teikningarnar, vegna þeirrar ástæðu að prentfrelsi eigi ekki að kosta ofbeldi,“ sagði Wolfgang Schäuble samkvæmt frétt  tímaritsins Die Zeit.

Talsmaður Wolfgang Schäuble, Stefan Paris, sagði að umrædd setning hefði verið tekin úr samhengi úr samræðu sem Schäuble hefði átt við höfund einn um innanríkismál og neitaðiað ráðherrann hefði verið að hvetja til endurprentunar á teikningunum.

„Schäuble talaði með prentfrelsi í Þýskalandi, Evrópu og heiminum öllum,“ sagði Paris. „En hann hvatti á engan hátt evrópsk dagblöð til að endurprenta teikningarnar.“

Nokkur þýsk dagblöð birtu teikningarnar árið 2006, en þau hafa ekki gert það núna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert