Hvatti ekki til þess að skopteikningar yrðu endurbirtar

Wolfgangs Schäuble
Wolfgangs Schäuble Reuters

Talsmaður inn­an­rík­is­ráðuneyt­is Þýska­lands neitaði í dag fregn­um þess efn­is að Wolfgang Schäu­ble inn­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands hefði hvatt evr­ópsk dag­blöð til þess að end­ur­birta um­deild­ar teikn­ing­ar af Múhameð spá­manni eft­ir að dönsk dag­blöð end­ur­birtu þær fyrr í þess­um mánuði.

Teikn­ing­arn­ar, sem birt­ust fyrst í dönsk­um dag­blöðum, ollu mik­illi reiði í múslima heim­in­um árið 2006. Eft­ir að danska lög­regl­an til­kynnti um fyr­ir­hugað meint bana­til­ræði á teikn­ar­an­um, Kurt Westerga­ard, birtu dönsk blöð mynd­irn­ar á nýj­an leik til að sýna hon­um stuðning.

„Ég ber mik­illa virðingu fyr­ir þeirri staðreynd að dönsku dag­blöðin hafa nú end­ur­birt teikn­ing­arn­ar af Múhameð spá­manni. Öll evr­ópsk dag­blöð ættu að end­ur­prenta teikn­ing­arn­ar, vegna þeirr­ar ástæðu að prent­frelsi eigi ekki að kosta of­beldi,“ sagði Wolfgang Schäu­ble sam­kvæmt frétt  tíma­rits­ins Die Zeit.

Talsmaður Wolfgang Schäu­ble, Stef­an Par­is, sagði að um­rædd setn­ing hefði verið tek­in úr sam­hengi úr sam­ræðu sem Schäu­ble hefði átt við höf­und einn um inn­an­rík­is­mál og neitaðiað ráðherr­ann hefði verið að hvetja til end­ur­prent­un­ar á teikn­ing­un­um.

„Schäu­ble talaði með prent­frelsi í Þýskalandi, Evr­ópu og heim­in­um öll­um,“ sagði Par­is. „En hann hvatti á eng­an hátt evr­ópsk dag­blöð til að end­ur­prenta teikn­ing­arn­ar.“

Nokk­ur þýsk dag­blöð birtu teikn­ing­arn­ar árið 2006, en þau hafa ekki gert það núna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert