Rússnesk stjórnvöld segja að þau muni styðja það að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti Íran frekari refsingum hverfi Íranar ekki frá kjarnorkuáætlun sinni.
Vesturveldin hafa sakað Írana um að vilja smíða kjarnavopn og vilja beita Írana frekari þvingunum, en öryggisráðið samþykkti að beita þá refsiaðgerðum árið 2006 og 2007.
Fréttaskýrendur segja að Rússar hafi hingað til verið mótfallnir þeim hugmyndum að beita Írana frekari refsiaðgerðum.
Íranar hafa ávallt neitað þeim ásökunum að þeir ætli sér að smíða kjarnorkuvopn.
Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að sendiherra Rússa hjá SÞ, Vítalí Churkín, hafi svarað því játandi þegar blaðamaður spurði hann hvort Rússar muni styðja frekari refsiaðgerðir. „Ef Íranar hætta ekki að auðga úran við vinnslu á þungu vatni, þá segjum við já. Rússar [...] hefur skuldbundið sig að styðja þá ályktun sem unnið hefur verið að sl. mánuð,“ sagði hann.
„Rússar hafa marg ítrekað það við öryggisráð SÞ að samþykktar verði ákveðnar refsiaðgerðir gagnvart Íran.“