Sótt að gríslingum í barnasögum

Gríslingur með öðrum tuskudýrum sem voru fyrirmyndirnar að sögunum um …
Gríslingur með öðrum tuskudýrum sem voru fyrirmyndirnar að sögunum um Bangsímon. Reuters

Hol­lenski stór­bank­inn Fort­is hef­ur ákveðið að hætta að gefa börn­um sparig­rísi af til­lits­semi við mús­líma sem segja það særa trú­ar­til­finn­ingu þeirra. Þá hef­ur aug­lýs­inga­her­ferð bank­ans með sparig­rís bank­ans í aðal­hlut­verki verið stöðvuð í Belg­íu. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Svín eru álit­in óhrein í íslam og munu marg­ir viðskipta­vin­ir bank­ans hafa kvartað und­an sparig­rísn­um Knor­bert, sem hef­ur verið spari­bauk­ur bank­ans í sjö ár. Talsmaður bank­ans seg­ir þó ekki rétt að bank­inn hafi látið und­an þrýst­ingi mús­líma held­ur hafi Knor­bert ein­fald­lega runnið sitt skeið. þá stand­ist hann ekki þær kröf­ur sem gerðar séu til lukku­dýra og vörumerkja í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi nú­tím­ans.

Í Bretlandi hafa bank­arn­ir Halifax og NatWest þegar hætt að gefa börn­um sparig­rísi. Þar hef­ur leik­skóla­börn­um einnig verið bannað að segja börn­um sög­una af úlf­in­um og grís­un­um þrem­ur og hef­ur þeim þess í stað verið uppálagt að að segja sömu sögu með kett­ling­um í aðal­hlut­verki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert