Sótt að gríslingum í barnasögum

Gríslingur með öðrum tuskudýrum sem voru fyrirmyndirnar að sögunum um …
Gríslingur með öðrum tuskudýrum sem voru fyrirmyndirnar að sögunum um Bangsímon. Reuters

Hollenski stórbankinn Fortis hefur ákveðið að hætta að gefa börnum sparigrísi af tillitssemi við múslíma sem segja það særa trúartilfinningu þeirra. Þá hefur auglýsingaherferð bankans með sparigrís bankans í aðalhlutverki verið stöðvuð í Belgíu. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Svín eru álitin óhrein í íslam og munu margir viðskiptavinir bankans hafa kvartað undan sparigrísnum Knorbert, sem hefur verið sparibaukur bankans í sjö ár. Talsmaður bankans segir þó ekki rétt að bankinn hafi látið undan þrýstingi múslíma heldur hafi Knorbert einfaldlega runnið sitt skeið. þá standist hann ekki þær kröfur sem gerðar séu til lukkudýra og vörumerkja í fjölmenningarsamfélagi nútímans.

Í Bretlandi hafa bankarnir Halifax og NatWest þegar hætt að gefa börnum sparigrísi. Þar hefur leikskólabörnum einnig verið bannað að segja börnum söguna af úlfinum og grísunum þremur og hefur þeim þess í stað verið uppálagt að að segja sömu sögu með kettlingum í aðalhlutverki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert