16 manns létust í lestaróhappi á Indlandi

Lestar á Indlandi eru oft troðnar, en 13 milljónir manna …
Lestar á Indlandi eru oft troðnar, en 13 milljónir manna ferðast á degi hverjum með lestum á Indlandi. ARKO DATTA

Að minnsta kosti sextán manns létust í Gujarat á vestur-Indlandi þegar hraðlest keyrði á hóp fólks, að sögn lestaryfirvalda á Indlandi. 

Fram kemur á fréttvef BBC að fórnarlömbin urðu fyrir lestinni þegar þau gengu yfir lestarbrautina í myrkri, en enginn vörður var við lestarbrautina.  Ökumaður annarrar lestar kom auga á líkin, en talið er að fólkið hafi verið farandverkamenn.

Lestarslys eru mjög algeng á Indlandi, en 13 milljónir manna ferðast á degi hverjum með lestum á Indlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert