Bandarískt herskip sent til Líbanon

Öryggisgæsla hersins er mikil í Beirút.
Öryggisgæsla hersins er mikil í Beirút. AP

Bandarísk yfirvöld óttast að pólitískur óstöðugleiki í Líbanon geti orðið til þess að öryggi landsins sé ógnað og því hefur tundurspillirinn USS Cole sem er vopnaður stýriflaugum verið staðsettur fyrir utan strendur Líbanons.

Bandaríkja menn óttast að sögn fréttaskýrenda AFP fréttastofunnar að annaðhvort Sýrland eða Íran muni færa sér pólitíska óró í landinu í nýt á einhvern hátt og kynda undir deilum trúarhópa og hrinda af stað borgarastyrjöld.

Forsetalaust hefur verið í Líbanon í fjóra mánuði og engin lausn á þeim vanda virðist vera í sjónmáli.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert