Frekari aðgerðir vegna gruns um fjármögnun hryðjuverka

Lögregla í Ósló lét um hádegisbil  til skarar skríða í tveimur netkaffihúsum í miðborg Ósló. Svo virðist sem aðgerðirnar tengist handtöku þriggja manna í borginni, sem grunaðir eru um að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi í öðrum löndum.

Aftenposten segir, að þrír menn hafi verið handteknir á mismunandi stöðum í Ósló og þeir tengist samfélagi innflytjenda frá Sómalíu. Norska leyniþjónustan, öryggislögreglan og efnahagsbrotalögreglan unnu saman að málinu. 

Þá tók sænsk lögregla einnig þátt í rannsókninni en þar í landi voru einnig þrír menn handteknir í morgun, grunaðir um hryðjuverkastarfsemi. Á einum þeirra fannst kort af húsi sænska teiknarans Lars Vilks á Skáni en myndir af Múhameð spámanni, sem Vilks sýndi á síðasta ári, vöktu talsvert uppnám. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka