Leitað að bankaupplýsingaþjófi

Frá Liechtenstein.
Frá Liechtenstein. AP

Yfirvöld í Liechtenstein tilkynntu í dag að þau væru knúin til þess að rannsaka þjófnaðinn og síðar sölu á bankaupplýsingum til Þýskalands en þær upplýsingar hafa leitt til skattarannsókna á einstaklingum víða um heim.

„Við urðum að hefja rannsókn á þessu máli því það er glæpur að versla með upplýsingar sem þessar," sagði Klaus Tschuetscher, dómsmálaráðherra Liechtenstein á blaðamannafundi í dag.

Hann fór fram á samvinnu yfirvalda í Þýskalandi í tengslum við þessa rannsókn og fór fram á að fá nöfn þeirra starfsmanna þýsku leyniþjónustunnar sem keyptu upplýsingarnar af manni sem sagður er vera fyrrverandi starfsmaður bankans.

Þjóðverjar keyptu lista með bankaupplýsingum um 600 Þjóðaverja og 800 útlendinga fyrir tæplega 400 milljónir íslenskra króna.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert