Palestína fær fjárhagsaðstoð

Forseti Palestínu Mahmoud Abbas mun taka við um 7,7 milljörðum …
Forseti Palestínu Mahmoud Abbas mun taka við um 7,7 milljörðum dala í aðstoð á næstu árum. Reuters

Sameinuðu arabísku furstadæmin tilkynntu í dag að yfirvöld þar væru búin að leggja til hliðar 300 milljónir Bandaríkjadala sem eigi að renna til þróunaraðstoðar í Palestínu en það er í takti við loforð sem gefin voru á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var í París í desember síðast liðinn.

Forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur gefið skipun um að 50 milljónir dala verði sendir til Palestínskra yfirvalda og að búið væri að eyrnamerkja 250 milljónir til viðbótar.

Peningarnir eiga að renna til ýmissa verkefna í Palestínu en samanlagt var um 7,7 milljörðum Bandaríkjadala heitið af alþjóðasamfélaginu til uppbyggingar Palestínu og til að ýta undir friðarviðræður við Ísrael.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka