Bandaríkin og Kína og undirrituðu í dag samkomulag um að setja á laggirnar beint símasamband milli herja landanna. Frá þessu greindi embættismaður í bandaríska varnarmálaráðuneytinu í dag.
Samningurinn var undirritaður í Sjanghæ í Kína. Þá gerðu þjóðirnar jafnframt með sér samkomulag um að veita stjórnvöldum í Washington að skjalasafni kínverska hersins, svo Bandaríkin geti leitað að hermönnum sem hafa týnst í stríði.
Hugmyndin um beint símasamband (e. hotline) milli herjanna skaut fyrst upp kollinum í Bandaríkjunum árið 2003. Þjóðirnar komust að munnlegu samkomulagi um þetta í fyrra þegar Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Peking.