Clinton biðlar til kvenna

Hillary Rodham Clinton á kosningafundi í Houston í Texas í …
Hillary Rodham Clinton á kosningafundi í Houston í Texas í gær. AP

Hillary Rod­ham Cl­int­on, sem sæk­ist eft­ir því að verða for­seta­efni banda­rískra demó­krata í kosn­ing­un­um í haust, þykir á und­an­förn­um dög­um hafa lagt aukna áherslu á kyn­ferði sitt í kosn­ingaræðum sín­um  og er hún sögð von­ast til að at­kvæði kvenna rétti hlut henn­ar í vænt­an­leg­um próf­kjör­un­um í Ohio og Texas á þriðju­dag. 

„Ég er him­in lif­andi yfir því að vinna að því að verða fyrsti kven­for­set­inn. Ég tel að það myndi marka tíma­mót bæði í heimalandi okk­ar og um all­an heim,” sagði hún í Cleve­land, fyrr í þess­ari viku en nokkuð er frá því hún vísaði síðast til kyn­ferðis síns í kosn­inga­bar­áttu sinni. 

Cint­on hef­ur nú ekki sigrað í próf­kjöri í mánuð en Barack Obama, keppi­naut­ur Cl­int­on um til­nefn­ingu sem for­seta­efni demó­krata­flokks­ins, hef­ur sigrað í ell­efu próf­kjör­um í röð.

Cl­int­on hef­ur smá­vægi­legt for­skot á Obama í Ohio sam­kvæmt skoðana­könn­un­um  en Obama hef­ur smá­vægi­legt for­skot í Texas.

Í Ohio ligg­ur stór hluti fylg­is henn­ar meðal kvenna en í Texas er mun­ur­inn á fylgi kvenna við Cl­int­on og Obama mun minni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert