Faðir yfirgefinnar stúlku frá Kína handtekinn

Qian Xue Xue.
Qian Xue Xue. AP

Kín­versk­ur maður, sem er sakaður um að hafa myrt eig­in­konu sína og yf­ir­gefið þriggja ára dótt­ur sína á lest­ar­stöð í Ástr­al­íu, hef­ur verið hand­tek­inn í Banda­ríkj­un­um.

Fram kem­ur á frétta­vef BBC að lík konu manns­ins fannst í bíl fyr­ir utan heim­ili þeirra í Auckland á Nýja-Sjálandi í sept­em­ber en dótt­ir hans, Qian Xun Xue, fannst sitj­andi ein und­ir rúllu­stiga á lest­ar­stöð í Mel­bour­ne, þar sem hann yf­ir­gaf hana áður en hann flaug til Los Ang­eles.

Hóp­ur sex Kín­verja sem eru bú­sett­ir í Banda­ríkj­un­um hand­sömuðu Nai Yin Xue í Atlanta í Georgíu og héldu hon­um með því að binda um hend­ur hans og ökkla.  Að sögn lög­reglu töluðu Kín­verj­arn­ir litla ensku en fólkið benti lög­reglu á mynd úr dag­blaðsgrein og færðu henni svo mann­inn.

Bú­ist er við að Nai Xue verði send­ur til Auckland þar sem hann verður ákærður fyr­ir morð.  Mik­il um­fjöll­un var um málið um all­an heim en amma stúlk­unn­ar í Kína gaf sig fram við yf­ir­völd og Qian Xue var send til henn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka