Fangafjöldi í hámarki í Bandaríkjunum

Fjöldi fanga í Bandaríkjunum er í hámarki.
Fjöldi fanga í Bandaríkjunum er í hámarki. Reuters

Samkvæmt nýrri skýrslu á vegum Pew Center hafa aldrei verið jafn margir vistaðir í fangelsum í Bandaríkjunum en nú, en meira ein 1% fullorðinna einstaklinga í Bandaríkjunum eru lokaðir inni.  Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Í skýrslunni segir að meira en 2,3 milljónir manna séu í fangelsi í Bandaríkjunum, sem sé mun meira en í löndum eins og Kína, Rússlandi, og Íran, þar sem fangelsi eru mjög fjölmenn.

Í skýrslunni er hvatt til fækkunar fanga sem taldir eru áhættuminni einstaklingar.  Fram kemur að fangafjölgun hafi neikvæð efnahagsleg áhrif á sum ríki, sem hafi ekki efni á hækkandi kostnaði sem fylgi rekstri fangelsa.  Þá kemur fram að hækkandi tölur fanga endurspegli ekki fjölgun glæpa, heldur endurspegli frekar strangari dóma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert