Ísraelar halda árásum áfram

Moska á Gasa bak við ísraelska herjeppa.
Moska á Gasa bak við ísraelska herjeppa. AP

Ísra­el­ar héldu áfram hörðum árás­um á Gasa-svæðinu í nótt en 32 Palestínu­menn hafa lát­ist í árás­un­um síðan á miðviku­dags­morg­un, bæði óbreytt­ir borg­ar­ar og her­ská­ir Palestínu­menn sam haldið hafa uppi eld­flauga­árás­um á Ísra­el.

Fjór­ir dreng­ir og sex mánaða gam­alt unga­barn eru meðal þeirra látnu. Þá eru öku­menn á Gasa eru sagðir halda sig heima af ótta við að gerðar verði árás­ir á öku­tæki á ferð.

Ehud Ol­mert, for­sæt­is­ráöherra Ísra­els, seg­ir að ekki verði sam­inn friður við þjóð sem se að myrða lands­menn sína.

,,Eina skil­yrðið sem við setj­um Palestínu­mönn­um er að morðum á sak­laus­um Ísra­el­um verði hætt, hættið að skjóta Qassam eld­flaug­um að íbúa­byggðum í Ísra­el og þá get­um við samið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert