Ísraelsk yfirvöld hafa varað íbúa Gasasvæðisins við því að vítiseldar muni brenna haldi herskáir Palestínumenn áfram að skjóta flugskeytum að borginni Ashkelon í suðurhluta Ísraels. Hefur Matan Vilnai, aðstoðarvarnarmálaráðherra Ísraels, jafnvel líkt því sem í vændum er við helför gyðinga á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
„Eftir því sem árásunum fjölgar og flugskeytin verða langdrægari, kalla þeir yfir sig stærri helför því við munum nota allan okkar mátt til að verja okkur, sagði Matan Vilnai í útvarpsviðtali í morgun. Mjög sjálfgæft er að hebreska orðið yfir helförina sé notað um annað en þjóðarmorð nasista gegn gyðingum á tímum síðari heimsstyrljalcdarinnar.