Kína slakar á fjölskyldustefnu

Kínversk stjórnvöld íhuga að afleggja reglu um að hver fjölskylda megi aðeins eiga eitt barn. Er þessu ætlað að bregðast við því að þjóðin verður sífellt eldri.

„Við viljum innleiða þessa breytingu í skrefum,“ segir Zhao Baige, aðstoðarráðherra fólksfjöldamála og fjölskylduáætlana. Segir hún meðalveg þurfa að finnast á milli þess að hafa nægjanlegar auðlindir til að framfleyta þjóðinni, en jafnframt nógu mikið af ungu fólki til að sjá um þá sem eldri eru. Mun afskiptum ríkis af fjölskyldumálum því ekki ljúka í bráð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka