Nýr ráðherra í Noregi

Anniken Huitfeldt.
Anniken Huitfeldt.

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, skipaði í dag Anniken Huitfeldt, 38 ára þingkonu Verkamannaflokksins, í embætti jafnréttismálaráðherra.

Huitfeldt tekur við af Manuelu Ramin-Osmundsen, fyrsta innflytjandanum, sem skipaður hefur verið í ráðherraembætti í Noregi en Ramin-Osmundsen neyddist til að segja af sér eftir að hafa gegnt embættinu í fjóra mánuði.

Ramin-Osmundsen er upprunnin á frönsku Karíbahafseyjunni Martinique og var fyrsti blökkumaðurinn sem gegnt hefur ráðherraembætti í Noregi. Hún var skipuð jafnréttisráðherra í október en neyddist til að segja af sér 14. febrúar eftir að í ljós kom að hún hafði skipað konu í embætti án þess að gera grein fyrir því að þær væru góðar vinkonur.

Tíu konur gegna ráðherraembættum í Noregi en 9 karlar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert