Tyrkir senda herlið heim

Tyrkneskt herlið í norður-Írak.
Tyrkneskt herlið í norður-Írak. STRINGER/TURKEY

Hernaðaraðgerðum Tyrkja á landi gegn kúrdískum uppreisnarmönnum í norður-Írak lauk á miðnætti í gær, samkvæmt upplýsingum frá NTV fréttastöðinni.  Yfirvöld hafa ekki staðfest þetta, en að sögn NTV eru herlið Tyrkja þegar farin að snúa heim og sjónarvottar sáu til tómra farartækja hersins keyra í gegnum landamærabæinn Cukurca á leið til n-Írak til þess að sækja hermenn. 

Tyrkneskar herflugvélar sprengdu staði uppreisnarmanna kúrdíska Verkamannaflokksins PKK í nótt en þegar leið á morguninn var allt með kyrrum kjörum.

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Gates, hvatti yfirvöld í Tyrklandi í gær til þess að ljúka hernaðaraðgerðum sínum í norður-Írak sem fyrst.   Tyrkir réðust inn í norður Írak fyrir rúmri viku með það markmið að eyðileggja bækistöðvar uppreisnarmanna PKK, sem berjast fyrir sjálfstæði í Suðaustur-Tyrklandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert