Tyrkir senda herlið heim

Tyrkneskt herlið í norður-Írak.
Tyrkneskt herlið í norður-Írak. STRINGER/TURKEY

Hernaðaraðgerðum Tyrkja á landi gegn kúr­dísk­um upp­reisn­ar­mönn­um í norður-Írak lauk á miðnætti í gær, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá NTV frétta­stöðinni.  Yf­ir­völd hafa ekki staðfest þetta, en að sögn NTV eru herlið Tyrkja þegar far­in að snúa heim og sjón­ar­vott­ar sáu til tómra far­ar­tækja hers­ins keyra í gegn­um landa­mæra­bæ­inn Cuk­urca á leið til n-Írak til þess að sækja her­menn. 

Tyrk­nesk­ar herflug­vél­ar sprengdu staði upp­reisn­ar­manna kúr­díska Verka­manna­flokks­ins PKK í nótt en þegar leið á morg­un­inn var allt með kyrr­um kjör­um.

Varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, Robert Gates, hvatti yf­ir­völd í Tyrklandi í gær til þess að ljúka hernaðaraðgerðum sín­um í norður-Írak sem fyrst.   Tyrk­ir réðust inn í norður Írak fyr­ir rúmri viku með það mark­mið að eyðileggja bækistöðvar upp­reisn­ar­manna PKK, sem berj­ast fyr­ir sjálf­stæði í Suðaust­ur-Tyrklandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert