Harðir bardagar á Gaza

Ísraelskir skriðdrekar skjóta úr fallbyssum sínum á Gaza.
Ísraelskir skriðdrekar skjóta úr fallbyssum sínum á Gaza. Reuters

Ísra­els­her hef­ur haldið uppi árás­um á Gaza í dag og hafa 42 Palestínu­menn lát­ist í átök­un­um frá því snemma í morg­un en Ísra­el­ar hafa skotið eld­flaug­um úr herþotum sín­um og er land­her­inn kom­inn um 3 km inn fyr­ir landa­mær­in á norður­hluta Gaza.

Sjö óbreytt­ir borg­ar­ar eru meðal hinna látnu og um 100 manns hafa særst, marg­ir þeirra al­var­lega.

Skriðdrek­ar sem hljóta stuðning herþyrlna úr lofti hafa fært sig inn í og svæðið í grennd við bæ­ina Jabaliya og Tufah en þar eru einnig flótta­manna­búðir og hófst árás­in skömmu eft­ir miðnætti í nótt.

Íbúar í bæj­un­um halda sig inn­an­dyra og imamm­ar lesa vers úr Kór­an­in­um í hátal­ara­kerfi moska.

Þetta mun vera mesta mann­fall sem hef­ur orðið á Gaza í meira en ár en und­an­farna tvo daga hafa um 60 manns látið lífið í átök­un­um.


Herþyrla varpar blysum á vígvöllinn í morgun.
Herþyrla varp­ar blys­um á víg­völl­inn í morg­un. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert